Um vinnustaðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða. Að auki hefur nýverið tekið í notkun stórglæsilegt afþreyingarrými fyrir starfsmenn með golf- og skothermi, píluspjöldum og fleiru sem starfsmenn geta nýtt sér utan vinnutíma.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

Jafnlaunavottun

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
51-200
starfsmenn
1922
stofnár
5%
95%
Húsnæði
Golf- og skothermir
Líkamsræktaraðstaða
Glæsileg líkamsræktaraðstaða ásamt búningaklefum með sturtu
Matur
Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
Vinnutími
Stytting vinnuvikunnar - við hættum klukkan 14 á föstudögum!
Búnaður
Allur búnaður starfsmanna er til fyrirmyndar.
Skemmtun
Afbragðs starfsmannafélag sem skipuleggur golfmót, pílumót, bjórkvöld, fjölskyldubingó og magnaðar árhátíðarferðir!