Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík

Vinnustaðurinn
Háskólinn í Reykjavík
Um vinnustaðinn
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag. Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Jafnlaunaúttekt PWC

Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber launagreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Menntavegur 1, 101 Reykjavík

201-500

starfsmenn

Hreyfing

Líkamsræktarstyrkur, World class í húsnæðinu, góð hjóla- og búningsaðstaða fyrir starfsfólk HR.

Samgöngur

Starfsfólki HR býðst samgöngustyrkur ef gengið, hjólað eða nýttar eru almenningssamgögnur amk 3 sinnum í viku.

Matur

Afsláttur af heitum mat og salatbar í mötuneyti HR fyrir starfsfólk HR. Einnig er Kaffitár með aðstöðu ásamt háskólabúð. Einnig er veittur afsláttu á mat hjá Nauthól og Bragganum.

Heilsa

Hugað er vel að heilsu starfsfólks í HR, má þar nefna heilsufarsskoðanir, vinnustaðaúttektir, starfsmannakannanir, sálfræðiaðstoð, bólusetningar og allskyns fyrirlestrar og kynningar um heilsusamlegan lífstíl.