Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Vinnustaðurinn
Háskóli Íslands
Um vinnustaðinn
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn. Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag. Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði. Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Vinnutími

Háskóli Íslands er fjölskylduvænn vinnustaður sem vill stuðla að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs starfsfólks, óháð fjölskylduaðstæðum þess og styðja það við að sinna fjölskylduábyrgð samhliða krefjandi störfum.

Hreyfing

Íþróttahús Háskóla Íslands er opið öllum starfsmönnum og nemendum gegn vægu gjaldi. Þar er fullkominn tækjasalur auk hópatíma af ýmsu tagi.