Um vinnustaðinn
Hjá Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi starfar rúmlega 90 manna samhentur og metnaðarfullur hópur í skapandi og skemmtilegu starfsumhverfi.
Hlutverk Hörpu er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar. Hlutverk hússins er jafnframt að vera menningarmiðstöð fyrir alla landsmenn og áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna.
Harpa leggur ríka áherslu á sjálfbærni og hefur mótað sér mannréttinda- og jafnréttisstefnu, hefur hlotið jafnlaunavottun og viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024. Harpa er Svansvottað ráðstefnuhús og hefur uppfyllt öll Græn skref Umhverfisstofnunar um rekstur.

Svansvottun

Græn skref

Jafnlaunavottun

Jafnvægisvog FKA
Austurbakki 2


51-200
starfsmenn
Samgöngur
hreyfing
Hreyfing
Matur
Skemmtun




