GG Verk ehf

GG Verk ehf

Fólk í fyrsta sæti
GG Verk ehf
Um vinnustaðinn
18 ára byggingafyrirtæki sem setur fólk í fyrsta sæti. Hlutverk GG Verk er að byggja vönduð mannvirki sem byggð eru innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Við setjum fólk ávallt í fyrsta sæti og sýnum ábyrgð með því að lágmarka sóun í þágu umhverfisins og viðskiptavina. Við tryggjum áreiðanleika með fyrirhyggju og fyrirbyggjandi lausnum. GG Verk er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá okkur starfa um 120 sérfræðingar í mannvirkjagerð, hver á sínu sviði, sem vilja bjóða nýjum snillingum velkomin í okkar öfluga teymi. Við hvetjum því einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um. GG Verk hlaut ISO 9001:2008 gæðavottun í nóvember 2015 og endurnýjaði svo vottunina og hlaut um leið uppfærslu í ISO 9001:2015 í október 2017. Gæðakerfið er svo tekið út og endurnýjað árlega af ytri vottunaraðilum. GG Verk er jafnframt með jafnlaunavottun. Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningar og vottanir fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki frá Credit Info og Fyrirmyndarfyrirtæki frá Viðskiptablaðinu ásamt því að hafa hlotið viðurkenninguna Jafnvægisvogina frá FKA á árinu 2020 enda trúum við því að jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja skili bestum árangri.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Turnahvarf 4, 203 Kópavogur
120
Starfsmannafjöldi
Starfsmannafjöldi

51-200

starfsmenn

Heilsa

Árlegur heilsueflingarstyrkur

Skemmtun

Starfsmannafélag fyrir alla sem vilja ásamt ýmsum afsláttar og sérkjörum