BM Vallá

BM Vallá

Byggjum vistvænni framtíð
BM Vallá
Um vinnustaðinn
BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu- og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Framleiðsla fyrirtækisins byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður. Stjórnkerfi fyrirtækisins er gæðavottað skv. ISO 9001 og er BM Vallá eini steypuframleiðandinn á landinu með þá vottun. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að skapa gott vinnuumhverfi og vinnustaðamenningu. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði og möguleika til starfsþróunar ásamt jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum. BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf., sem á að auki Björgun og Sementsverksmiðjuna. Hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur fólks að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta.
Mannauðsstefna
Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð.

51-200

starfsmenn

Hreyfing

Fastráðið starfsfólk fær styrk til heilsueflingar að eigin vali.

Matur

Matur í mötuneyti er starfsfólki að kostnaðarlausu, einungis er greiddur hlunnindaskattur.

Heilsa

Við erum í samstarfi við Heilsuvernd sem býður upp á margskonar þjónustu fyrir starfsfólk.

Búnaður

Við fylgjum heilsu- og öryggisstefnu. Vinnufötum og öryggisbúnaði er úthlutað í samræmi við starf.

Skemmtun

Starfsmannafélagið heldur úti öflugu skemmtanastarfi með ýmiskonar uppákomum yfir árið.

Fræðsla og starfsþróun
Fyrirtækið vinnur markvisst metnaðarfullt fræðslustarf. Lögð er áhersla á ábyrgð og hvatningu stjórnenda til að viðhalda faglegri þekkingu og efla jafnframt tækifæri starfsmanna með markvissri símenntun.