BM Vallá
Byggjum vistvænni framtíð
Um vinnustaðinn
BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, steinsteyptum vörum, múr- og flotblöndum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og stefnir fyrirtækið að kolefnishlutleysi árið 2030.
Við leggjum mikinn metnað í að skapa jákvætt starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Sem fjölþjóðlegur vinnustaður fögnum við fjölbreytileika, ólíkum bakgrunni og menningu. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði, möguleika til starfsþróunar ásamt því að starfrækt er öflugt fræðslukerfi. Starfsfólk fær góðan hádegismat sér að kostnaðarlausu en greiðir aðeins hlunnindaskatt. Öflugt skemmtanastarf og margvíslegir viðburðir standa öllum til boða allt árið um kring og er ávallt lögð áhersla á fjölskylduvænar skemmtanir. Öryggismál, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í hávegum haft og hvetjum við starfsfólk til að leggja rækt við andlega og líkamlega heilsu.
BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf., sem á einnig Björgun og Sementsverksmiðjuna, og hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur fólks að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2024
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Forseti Íslands tilkynnir verðlaunin, en veitt eru verðlaun fyrir bæði umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsábyrgð í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið.
ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta.
Mannauðsstefna
Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð.
51-200
starfsmenn
Hreyfing
Fastráðið starfsfólk fær fjárstyrk til heilsueflingar að eigin vali.
Matur
Matur í mötuneyti er starfsfólki að kostnaðarlausu, einungis er greiddur hlunnindaskattur.
Heilsa
Við erum í samstarfi við Heilsuvernd sem býður upp á margskonar þjónustu fyrir starfsfólk.
Búnaður
Við fylgjum heilsu- og öryggisstefnu. Vinnufötum og öryggisbúnaði er úthlutað í samræmi við starf.
Skemmtun
Starfsmannafélagið heldur úti öflugu skemmtanastarfi með margvíslegum uppákomum og viðburðum yfir árið.
Fræðsla og starfsþróun
Fyrirtækið vinnur markvisst metnaðarfullt fræðslustarf. Lögð er áhersla á ábyrgð og hvatningu stjórnenda til að viðhalda faglegri þekkingu og efla jafnframt tækifæri starfsmanna með markvissri símenntun.