Arion banki

Arion banki

Öflug liðsheild
Arion banki
Um vinnustaðinn
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu. Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sér um framkvæmd matsins.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.
Borgartún 19, 105 Reykjavík

501-1000

starfsmenn

Heilsa

Liður í heilsueflingu Arion er þátttaka í kostnaði vegna íþróttaiðkunar starfsfólks. Fastráðnu starfsfólki stendur til boða að sækja um íþróttastyrk á hverju ári.

Skemmtun

Við vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og við fögum saman þegar vel tekst til. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem sér um ýmsa skemmtilega starfsmannaviðburði.

Samgöngur

Arion vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. Arion hvetur starfsfólk sitt til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Starfsfólk sem nýtir umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnu fær greiddan samgöngustyrk í hverjum mánuði.