Siðareglur innri og ytri endurskoðanda
Nú liggur fyrir að innleiða nýja staðla alþjóðasamtaka innri endurskoðanda þar sem siðareglur eru nú samþættar við aðra staðla. Sambærileg breyting hefur átt sér stað í siðareglum ytri endurskoðanda. Á sama tíma eru að koma fram nýjar kröfur til stjórnarhátta stærri skipulagsheilda sem munu hafa áhrif á störf endurskoðenda.
Hvaða áhrif mun ný ákvæði í siðareglum endurskoðenda, aukin áhersla á sjálfbærnismál og aukin áhersla á hlutverk endurskoðunarnefnda hafa störf endurskoðenda í framtíðinni?
Á námskeiðinu munum við leitast við að svara þessum spurningum. Einnig verður farið yfir raunhæf dæmi m.a. í ljósi aðstæðna hér á landi og erlendis og umræðum um viðskiptasiðferði.
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiði um siðareglur sem haldið var á síðasta ári og er það haldið í samstarfi við félag um innri endurskoðun.
Athugið að námskeið þetta gefur 2 endurmenntunareiningar á sviði siðareglna.
Kennarar eru Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og kennari í viðskiptasiðfræði, og Sigurjón Guðbjörn Geirsson, endurskoðandi og innri endurskoðandi HÍ.
Komdu huganum á hreyfingu og skráðu þig í dag!