Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Yfirhafnarvörður Sandgerðishafnar

Suðurnesjabær leitar eftir jákvæðum, drífandi og kraftmiklum einstaklingi í starf yfirhafnarvarðar Sandgerðishafnar. Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Yfirhafnarvörður Sandgerðishafnar annast daglegan rekstur hafnarinnar ásamt því að stýra verkum hafnarvarða. Yfirhafnarvörður sér um framkvæmd einstakra verkefna eftir því sem ákveðið er og fyrir liggur hverju sinni. Yfirhafnarvörður sinnir eftirliti með skipum, sinnir móttöku þeirra og samskipti við stofnanir.

Öll helsta þjónusta er staðsett við höfnina, s.s. vélsmiðja, verslun með útgerðarvörur á línu- og netagerð og verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og breytingum á smærri plastbátum auk fjölda annarra. Í Sandgerði er staðsett fullkomnasta björgunarskip SVFÍ, Hannes Þ. Hafsteinn. Þessi aðbúnaður hefur skipað Sandgerðishöfn í röð mestu fiskihafna landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum rekstri og stjórnun Sandgerðishafnar svo sem eftirlit á hafnarsvæðinu, umhirðu og viðhaldsmála lóða, mannvirkja og búnaðar þ.m.t. öryggisbúnaðar
  • Daglegt skipulag, undirbúningur og umsjón með störfum Sandgerðishafnar
  • Umsjón með vaktáætlun og tryggir að þær séu í samræmi við þarfir hafnarinnar á hverjum tíma, tímaskráningum og vinnutilhögun starfsmanna
  • Ber ábyrgð á því að starfsmenn hafi tilskilin réttindi svo sem vegna vigtunar sjávarafla og hafnarvörslu
  • Umsjón og ábyrgð á útskrift og gerð reikninga hafnarinnar ásamt öflunar nauðsynlegra gagna vegna reikningagerða í samstarfi við gjaldkera- og innheimtufulltrúa
  • Hefur eftirlit og yfirumsjón með allri almennri starfsemi hafnarinnar og verkferlum.
  • Tryggir að vigtun sé framkvæmd samkvæmt gildandi lögum og reglum
  • Umsjón með hafnsögu hafnarinnar ásamt því að útvega hafnsögumann og hafnsögubát/dráttarbát eftir því sem þörf krefur og óskað er eftir
  • Daglegt eftirlit með umgengni á hafnarsvæðinu, tryggir að röðun og lega báta/skipa sé í samræmi við fyrirmæli hafnarvarða
  • Kemur að gerð rekstar- og starfsáætlanagerða og fjárhagslegum rekstri í samstarfi við hafnarstjóra.
  • Kemur að innkaupum og hefur umsjón með birgðahaldi
  • Ber ábyrgð á tækjakosti og stýrir viðhaldi þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf, stúdentspróf eða annað nám sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Reynsla af hafnarstörfum eða sambærilegu starfi er æskileg
  • Reynsla og þekking á rekstri hafna og sjávarútvegsmálum er æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
  • Rík þjónustulund og góð framkoma
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði ásamt góðum samskiptahæfileikum
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar