Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Vörustjóri

Á næstu misserum eru fjölbreytt tækifæri í vöruþróun. Við leitum að metnaðarfullum vörustjóra fyrir fjárhagslausnir þar sem framundan eru spennandi áskoranir til að hafa áhrif á framtíðarsýn borgarinnar og nýta sjálfvirkni og gögn. Vörustjóri starfar í teymi vörustjóra á Þjónustu og nýsköpuarsviði en vinnur náið með hagsmunaaðilum um alla borg og þjónustueigendum á fjármála og áhættustýringarsviði.

Markmið starfsins er að styðja við nýsköpun í upplýsingatæknirekstri, þróun á hugbúnaðarlausnum eða búnaði og fleira sem hægt er að líta á sem fjárfestingu í nýjum kerfum, tækni, nýrri virkni eða framþróun tæknilegra innviða Reykjavíkurborgar. Vörustjóri passar upp á heilsu upplýsingatæknilausna, sér til þess að þær séu fullnýttar hverju sinni, ber ábyrgð á framþróun þeirra og sér um samningastjórnun þegar það á við. Vörustjóri getur mögulega stýrt nokkrum vörum samtímis en fer þó eftir umfangi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa umsjón með þróun stafrænna lausna
  • Hafa umsjón með og fylgja eftir umbóta- og breytingarverkefnum
  • Taka þátt í samstarfshópum
  • Taka þátt í setningu og eftirfylgni árangursmarkmiða
  • Taka þátt í að þróa vörustjórnunarferla
  • Fullvinna og innleiða stafrænar lausnir
  • Vera stuðningur við skrifstofustjóra, deildarstjóra og teymisstjóra
  • Afla og veita upplýsinga til hagaðila og annarra 
  • Verkefnastýra og stjórna verkefnahópum
  • Setja fram og fullvinna efni og gögn bæði á tölulegu- og á textaformi
  • Sjá um samningastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af greiningu vandamála með hagsmunaaðilum
  • Reynsla og/eða þekking af stafrænni vörustýringu
  • Áhugi á stafrænum lausnum
  • Drifkraftur og metnaður
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Rík aðlögunarhæfni og þjónustulund 
  • Útsjónarsemi og skipulagskunnátta
Fríðindi í starfi
  • Fyrsta flokks vinnustað
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
  • Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
  • Krefjandi og skemmtileg verkefni
  • Öfluga nýliðamóttöku
  • Sálrænt öryggi og skapandi menningu
  • Góða liðsheild og góð samskipti
  • Samkennd og virðing
  • Þekkingarumhverfi
  • Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Heilsueflandi vinnustað
  • Gott vinnuumhverfi
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Sveigjanleika á vinnutíma
  • Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
  • Heilsu - og samgöngustyrk
  • Sundkort
  • Menningakort
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur29. september 2024
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar