Sunnugarður ehf.
Sunnugarður ehf.

Vilt þú tilheyra faglegum og öflugum starfmannahópi?

Leikskólinn Gefnarborg auglýsir eftir deildarstjóra inn á deild í 100% stöðu.

Leikskólinn Gefnarborg er einkarekinn fjögurra deilda leikskóli í Garði (Suðurnesjabær). Í leikskólanum starfar metnaðarfullur starfamannahópur með fjölbreytta fagmenntun sem leggur metnað sinn í góð og jákvæð samskipti og fagleg vinnubrögð. Áherslur leikskólans eru félagsleg þátttaka barna með skynreyðu að leiðarljósi þegar unnið er með: læsi, útinám, sköpun og umhverfið sem þriðja kennarann. Leikskólinn lauk Erasmus+KA2 verkefni síðastliðið ár og á komandi skólaári mun leikskólinn hefja samstarf við Grænland og Færeyjar í gegnum Nordplus.

Í anda jafnréttisstefnu Gefnarborgar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
- Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
- Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldismenntun
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Frír matur á vinnutíma
 
Auglýsing stofnuð29. apríl 2024
Umsóknarfrestur1. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sunnubraut 3, 870 Vík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar