

Vestmannaeyjar - Sumarstarf
Pósturinn auglýsir eftir kraftmiklum sumarstarfsmanni í Vestmannaeyjum. Í starfinu felst útburður á pósti, afgreiðslustörf á pósthúsi og útkeyrsla sendinga.
Um fullt starf er að ræða og er vinnutíminn frá 9:00-17:00 virka daga. Tímabil ráðningar er frá 2. júní til 15. ágúst 2025.
Hæfnikröfur:
- Bílpróf er skilyrði
- Sterk ábyrgðartilfinning
- Grunn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund og góð samskiptafærni
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2025. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Erlingur Guðbjörnsson rekstrarstjóri, [email protected]
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.













