
Penninn Eymundsson
Eymundsson er hin sígilda íslenska bókabúð, með verslanir um land allt með afbragðsgott úrval af bókum, tímaritum og öðru lesefni á íslensku og erlendum tungumálum.
Í verslunum Eymundsson er þægilegt andrúmsloft, fjölþætt þjónusta og reynslumikið starfsfólk sem veitir upplýsingar um og afgreiðir; námsbækur og vörur fyrir öll skólastig, allt sem þarf til tækifærisgjafa, ferðavörur, spil og skákvörur, tónlist, minjagripi, uppbyggileg leikföng og föndurvörur.
Starfsmenn Eymundsson eru rúmlega 200. Skiptiborð okkar gefur samband við allar verslanir í síma 540-2000.
Vörumerki og verslanir Eymundsson eru í eigu Pennans ehf.

Verslunarstjóri - Vík í Mýrdal
Penninn Eymundsson leitar að öflugum verslunarstjóra í nýja og glæsilega verslun í Vík í Mýrdal sem opnar snemma árs 2026. Verslunarstjóri er leiðtogi í sinni verslun og þarf að vera skipulagður, drífandi og geta unnið undir álagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur verslunar og starfsmannahald
- Þjálfun starfsfólks
- Innkaup, birgðahald og framstillingar
- Þjónusta við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarstjórnun/rekstri æskileg
- Rík þjónustulund
- Leiðtogahæfni
- Metnaður
- Sjálfstæð vinnubrögð og gott frumkvæði
- Góð íslenskukunnátta - Önnur tungumál kostur
- Sveigjanleiki
Auglýsing birt19. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvegur 7
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaBirgðahaldDrifkrafturDynamics NAVFrumkvæðiMannleg samskiptiMicrosoft Dynamics 365 Business CentralRáðningarSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSölumennskaVaktaskipulagVinna undir álagiVöruframsetningÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



