Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri við Leikskólann Sjónarhól á Höfn

Leikskólinn Sjónarhóll á Höfn í Hornafirði óskar eftir verkefnastjóra til eins árs.

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 20. maí næstkomandi.

Umsóknum skal skila á netfangið mariannaj@hornafjordur.is. Með umsókn skal fylgja afrit af menntunargögnum ásamt ferilskrá og meðmælendum. Frekari upplýsingar veita Maríanna í síma 4708491 og Elínborg í síma 4708492.

Áhugasamir af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Athygli er vakin á því að við ráðningu leikskólastarfsmanns er óskað eftir sakavottorði og að umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að sinna móttöku nýrra starfsmanna og þjálfun þeirra
     
  • Að styðja við íslenskunám starfsmanna af erlendum uppruna
     
  • Að styðja stjórnendur í hverskonar verkefnum sem snúa að faglegu starfi og eflingu starfsanda
     
  • Að styðja við faglegt starf í leikskólanum
     
  • Að vinna í teymum með öðrum starfsfólki skólans
     
     
  • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra/forráðamenn og starfsfólk skólans.
     
    Að stuðla að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og annað samstarfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf í kennslu
  • Reynsla af deildarstjórn í leikskóla
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla í starfsmannahaldi og eða verkefnastjórnun
  • Áhugi á að vinna með börnum og faglegur metnaður
  • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Mjög góð íslenskukunnátta sbr. hæfniþrep C1 eða C2 í evrópska tungumálarammanum
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Staðsetning
Kirkjubraut 47, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar