Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Verkefnastjóri skjalavinnslu

Sveitarfélagið Árborg leitar að starfsmanni í 100% stöðu verkefnastjóra í skjalavinnslu á skjalasafn bæjarskrifstofa. Verkefnastjóri er staðgengill skjalastjóra.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem þjónustulund og greiningarhæfni spila stórt hlutverk. Sveitarfélagið er í innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi og spennandi verkefni framundan.

  Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka nýrra erinda, flokkun, skönnun, skráning og frágangur.  
  • Frágangur á eldri skjölum í fjarsafn.  
  • Aðstoð við samstarfsfólk í skjalavinnu.   
  • Þátttaka í innleiðingu og þróun stafrænna lausna.  
  • Þátttaka í viðhaldi og mótun verklagsreglna við móttöku og meðferð erinda. 
  • Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna tengt skjalavörslu og rafrænni þjónustu.  
  • Staðgengill skjalastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.  
  • Reynsla af skjalastjórnun og notkun rafrænna skjalavistunarkerfa skilyrði.  
  • Mjög góð þekking og reynsla á sviði tölvu- og upplýsingatækni.  
  • Reynsla og þekking á vinnu með Microsoft 365. 
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.  
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, greiningarhæfni, þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg.  
  • Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur.  
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur7. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar