
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Verkefnastjóri skjalavinnslu
Sveitarfélagið Árborg leitar að starfsmanni í 100% stöðu verkefnastjóra í skjalavinnslu á skjalasafn bæjarskrifstofa. Verkefnastjóri er staðgengill skjalastjóra.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem þjónustulund og greiningarhæfni spila stórt hlutverk. Sveitarfélagið er í innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi og spennandi verkefni framundan.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka nýrra erinda, flokkun, skönnun, skráning og frágangur.
- Frágangur á eldri skjölum í fjarsafn.
- Aðstoð við samstarfsfólk í skjalavinnu.
- Þátttaka í innleiðingu og þróun stafrænna lausna.
- Þátttaka í viðhaldi og mótun verklagsreglna við móttöku og meðferð erinda.
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna tengt skjalavörslu og rafrænni þjónustu.
- Staðgengill skjalastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af skjalastjórnun og notkun rafrænna skjalavistunarkerfa skilyrði.
- Mjög góð þekking og reynsla á sviði tölvu- og upplýsingatækni.
- Reynsla og þekking á vinnu með Microsoft 365.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Góð færni í mannlegum samskiptum, greiningarhæfni, þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg.
- Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur7. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)