

Vélstjóri/Vélvirki
Við leitum að lausnamiðuðum vélstjóra/vélvirkja til að sinna viðhaldi á og eftirliti með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins. Jarðsjávarkerfið er mikilvægt grunnkerfi fyrirtækisins og því er um að ræða spennandi og krefjandi starf á fasteignasviði Bláa Lónsins.
Helstu verkefni
- Viðhald og eftirlit með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins
- Önnur tilfallandi verkefni á fasteignasviði
Hæfniskröfur
- Sveinsbréf og/eða meistarabréf í vélvirkjun eða vélstjórnarréttindi
- Reynsla af sambærilegum viðhaldsverkefnum er kostur
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði að úrbótum
- Þjónustulund og jákvæðni
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Fagmannleg og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2025
Nánari upplýsingar veitir Matthías Ásgeirsson, forstöðumaður fasteignareksturs og viðhalds, [email protected].
Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.













