

Varaslökkviliðsstjóri
Fjarðabyggð leitar eftir Varaslökkviliðsstjóra
Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf varaslökkviliðsstjóra. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta, með starfsstöð í aðal slökkvistöð liðsin að Hrauni á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar er með 5 starfstöðvar þar sem atvinnulið starfar samhliða hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum.
· Hluti af stjórnandateymi slökkviliðs og næstráðandi slökkviliðsstjóra í fjarveru hans.
· Telst til vakthafandi liðsheildar og sinnir útköllum þegar þörf er á vegna álags og mönnunar liðsins.
· Dagleg stjórn á útkallsdeild liðsins og skipuleggur æfingar og þjálfun þess.
· Umsjón með vaktskipulagi, fjarveruskráningum og afleysingum.
· Umsjón með tímaskýrslum og gerð launskýrslna.
· Skipuleggur fræðslu til stofnanna, fyrirtækja og almennings vegna brunavarna.
· Gerð verkferla sem varða viðfangsefni slökkviliðsins, aðstoð við gerð slökkvi- og viðbragðsáætlana.
· Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
· Löggilding sem slökkviliðs-og sjúkraflutningamaður.
· Farsæl reynsla af stjórnun áskilin.
· Leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
· Jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptahæfni.
· Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
· Almenn tölvufærni.
Íslenska