

Vaktstjóri 100% starf hjá Nytjamarkaðnum Selfossi
Nytjamarkaðurinn á Selfossi leitar að vaktstjóra í fullt starf.
Verkefni vaktstjóra er að tryggja að dagleg starfsemi gangi vel fyrir sig.
Vaktstjóri leiðir starfsmenn, styður við sjálfboðaliða og þátttakendur í starfsþjálfun,
og sér til þess að þjónusta, móttaka á vörum og afgreiðsla séu í samræmi við markmið og gildi markaðarins.
· Leiða dagleg störf: skipuleggja verk og veita starfsmönnum leiðsögn.
· Taka á móti og flokka vörur sem berast til markaðarins.
· Sjá um útlit og uppstillingu vara á sölusvæði.
· Tryggja góða þjónustu við viðskiptavini og fagleg samskipti.
· Þjálfa nýja starfsmenn og sjálfboðaliða eftir þörfum.
· Gæta þess að vinnuumhverfi sé öruggt og hreint.
· Teymisvinna með rekstrarstjóra og öðrum vaktstjóra.
· Almenn verslunarstörf.
· Vinna annan hvern laugardag.
· Reynsla af verslunarstörfum eða svipuðum verkefnum er kostur.
· Leiðtogahæfni og færni í að skipuleggja verkefni.
· Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
· Geta til að vinna sjálfstætt og í hópi.
· Sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun.
· Færni í tölvunotkun er æskileg (t.d. kassar).













