

Vaktavinnustarf í fóðurverksmiðju Líflands
Starf í fóðurverksmiðju Líflands
Lífland leitar að öflugum og handlögnum starfsmanni til að sinna ýmsum verkefnum í fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Um er að ræða vaktavinnu starf. Vaktirnar eru til skiptis frá Kl. 8-17 eina viku (mán - fim/ fös til 16) og Kl.17-02 aðra viku (mán-fim).
Fyrstu 2-3 mánuðina í starfi yrði um dagvinnu að ræða vegna þjálfunar.
Lífland sér um ferðir/bílastyrki frá Reykjavík/Akranesi/Borgarnesi á Grundartanga.
Helstu verkefni eru:
• Keyrsla á framleiðslulínum
• Sekkjun í smásekki og stórsekki
• Þrif á verksmiðju
• Ýmis tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Öguð vinnubrögð
• Snyrtimennska og stundvísi
• Bílpróf
• Vinnuvélaréttindi æskileg
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðsstjóri í tölvupósti: [email protected]













