
Upplýsingafulltrúi
Viltu vera rödd framtíðar grænnar orku og veitustarfsemi á Íslandi?
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, óskar eftir að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í starf upplýsingafulltrúa. Upplýsingafulltrúi leiðir almannatengsl, markaðsmál og skipulagningu viðburða fyrir samtökin ásamt því vera leiðandi í umræðunni um Grænt Ísland til framtíðar, um græna orku, hreint vatn og öfluga innviði.
Leitað er að reyndum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á orku og umhverfi, býr yfir skapandi hugsun og hæfni til að framleiða og miðla efni á margvíslegu formi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Mótun og miðlun skilaboða Samorku til fjölmiðla, almennings og stjórnvalda
- Skipulagning og framkvæmd viðburða, s.s. funda, ráðstefna og annarra lykilviðburða
- Ritun fréttatilkynninga, gerð kynningarefnis og miðlun efnis á miðlum Samorku, s.s. samfélagsmiðlum, fréttabréfi og heimasíðu
- Fylgjast með umræðu og finna tækifæri til að segja sögur af árangri og samfélagslegu mikilvægi orku- og veitugeirans
- Samskipti við samstarfs- og hagaðila og samvinna með starfsfólki í margvíslegum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af almannatengslum og fjölmiðlun
- Reynsla af markaðsstarfi og framleiðslu efnis fyrir ýmsa miðla
- Geta til að stýra fjölbreyttum verkefnum og viðburðum
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Um Samorku:
Hjá Samorku starfar fámennur en metnaðarfullur og samhentur hópur starfsmanna með brennandi áhuga á orku- og veitumálum. Aðildarfélög Samorku eru um 50 orku- og veitufyrirtæki um allt land og eru samtökin aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Stefna Samorku er að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku. Við vinnum í átt að markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi og að Ísland verði knúið og kynt með grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands.
Samorka er atvinnugreinasamtök aðildarfyrirtækja og faglegur vettvangur þeirra í félags-, kynningar- og fræðslumálum. Það eru spennandi tímar í orku- og veitumálum við að tryggja áfram heilnæmt drykkjarvatn, umhverfisvænar fráveitur, heitt vatn og rafmagn fyrir heimilin, atvinnulífið og orkuskiptin.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]).
Íslenska
Enska



