

Markaðs- og kynningarstjóri Barnaheilla
Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að hugmyndaríkum og drífandi einstaklingi til að leiða markaðs- og kynningarmál samtakanna. Starfið felur í sér að miðla málefnum barna á áhrifaríkan hátt, efla sýnileika samtakanna, skipuleggja fjáraflanir í teymi og halda utan um vitundarvakningar.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á mannréttindum barna, reynslu af markaðs- og kynningarstörfum og innsýn í fjáraflanir. Ef þú ert með skipulagshæfileika, vinnur vel með texta og ert fær í samskiptum – þá viljum við heyra frá þér!
-
Umsjón með markaðs- og kynningarmálum
-
Vefur, samfélagsmiðlar og almannatengsl
-
Fjáraflanir og vitundarvakning
-
Textagerð og efnisframleiðsla
-
Samskipti við fjölmiðla og samstarfsaðila
Viðkomandi þarf að:
-
Hafa brennandi áhuga á mannréttindum barna
-
Hafa góða þekkingu á stafrænum miðlum og markaðssetningu
-
Vera fær í textagerð og samskiptum
-
Geta unnið sjálfstætt og í teymi
-
Hafa góða færni í íslensku og ensku
Íslenska
Enska




