Sameignarfélag Ölfusborga
Sameignarfélag Ölfusborga

Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Ölfusborgum

Sameignafélagið í Ölfusborgum óskar eftir að ráða umsjónarmann orlofsbyggðarinnar í fullt starf.

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd umhirðu og viðhaldi orlofshúsa og umhverfis í fallegu umhverfi Ölfusborga.

Um er að ræða umsjón með 37 orlofshúsum ásamt sameiginlegum byggingum og svæðum orlofsbyggðarinnar Ölfusborgum.

Eðli starfsins krefst þess að umsjónaraðili hafi almenna verkþekkingu og fjölbreytta verklega reynslu ásamt því að geta unnið sjáflstætt og skilað af sér verkefnum af samviskusemi og vandvirkni.

Nauðsynlegt er að viðkomandi sé með ríka þjónustulund, sé fær í mannlegum samskiptum, úrræðagóður og áreiðanegur.

Reglusemi er áskilin.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Almennur vinnutími er frá 08:15–17:00 alla virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta
    • Þjónusta og samskipti við gesti orlofsbúðanna
    • Umsjón og eftirlit með orlofshúsum
    • Aðstoð við þrif og standsetningu fyrir útleigu

  • Viðhald og verkefni
    • Almennt viðhald á húsum og sameiginlegum svæðum orlofsbyggðarinnar
    • Greina, skipuleggja og framkvæma viðhaldsverkefni.
    • Hafa umsjón og eftirlit með stærri viðhaldsverkefnum
    • Samskipti við verktaka og þjónustuaðila
    • Umsjón með veitukerfum
    • Sláttur og lóðaumhirða

  • Stjórnun og ábyrgð
    • Daglegur rekstur á orlofsbúðunum
    • Umsjón með starfsmönnum Orlofsbyggðar
    • Skipulegga starfsemina í samvinnu við starfsfólk
    • Samskipti við stjórn orlofsbúða og fulltrúa eigenda
    • Gerð viðhalds og kostnaðaráætlanna, eftirfylgni og upplýsingagjöf til stjórnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla
    • Menntun sem nýtist í starfi
    • Iðnmenntun mikill kostur
    • Íslenskukunnátta er skilyrði
    • Krafa um almenn ökuréttindi
    • Aukin ökuréttindi og/eða vinnuvélaréttindi er kostur
    • Haldbær reynsla af verkstýringu
    • Reynsla af sambærilegum störfum ákjósanleg
  • Hæfni
    • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
    • Þjónustulund, jákvætt og lausnamiðað viðmót
    • Færni í að greina mannaflaþörf, kostnað verka og gera tímaáætlanir
    • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
    • Færni í skipulagningu og forgangsröðun
  • Jákvætt viðmót og metnaður til að ná árangri

Fríðindi í starfi

Atvinnurekandi leggur til eftirfarandi:

  • Afnot af húsnæði og bifreið á starfsstöð.
  • Afnot af síma, tölvu og nettengingu. 
Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ölfusborgir 172344, 816 Ölfus
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GarðyrkjaPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MálningarvinnaPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.PípulagningarPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar