Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Verkefnastjóri á fasteignasvið Bláa Lónsins

Fasteignasvið Bláa Lónsins óskar eftir verkefnastjóra. Verkefnastjóri heyrir undir forstöðumann sviðsins og er í daglegum samskiptum við starfsmenn deildarinnar, verktaka, birgja og starfsmenn annarra eininga fyrirtækisins.

Leitað er að framtakssömum einstaklingi með góða tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera fær í samskiptum og hafa brennandi áhuga á að taka þátt í að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir bæði gesti og starfsfólk með því að stýra verkefnum í fasteignarekstri og -viðhaldi á árangursríkan hátt.

Fasteignasafn Bláa Lónsins nær yfir eignir í Svartsengi og víðar um land, m.a. Highland Base í Kerlingarfjöllum. Gert er ráð fyrir að Fjallaböðin í Þjórsárdal, sem áætlað er að opni 2028, bætist við safnið.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefnastjórnun viðhaldsverkefna og minni breytingarverkefna
  • Móttaka, rýni og úthlutun verkbeiðna og eftirfylgni þeirra
  • Þátttaka í innleiðingu umbótaverkefna

Menntunar og hæfniskröfur

  • Tæknimenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun, fasteignaumsjón eða öðru sambærilegu er kostur
  • Góð tölvu- og tækniþekking

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember

Nánari upplýsingar um starfið veita mannauðssérfræðingar Bláa Lónsins í síma 420-8800.

Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.

Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar