

Verkefnastjóri á fasteignasvið Bláa Lónsins
Fasteignasvið Bláa Lónsins óskar eftir verkefnastjóra. Verkefnastjóri heyrir undir forstöðumann sviðsins og er í daglegum samskiptum við starfsmenn deildarinnar, verktaka, birgja og starfsmenn annarra eininga fyrirtækisins.
Leitað er að framtakssömum einstaklingi með góða tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera fær í samskiptum og hafa brennandi áhuga á að taka þátt í að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir bæði gesti og starfsfólk með því að stýra verkefnum í fasteignarekstri og -viðhaldi á árangursríkan hátt.
Fasteignasafn Bláa Lónsins nær yfir eignir í Svartsengi og víðar um land, m.a. Highland Base í Kerlingarfjöllum. Gert er ráð fyrir að Fjallaböðin í Þjórsárdal, sem áætlað er að opni 2028, bætist við safnið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun viðhaldsverkefna og minni breytingarverkefna
- Móttaka, rýni og úthlutun verkbeiðna og eftirfylgni þeirra
- Þátttaka í innleiðingu umbótaverkefna
Menntunar og hæfniskröfur
- Tæknimenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun, fasteignaumsjón eða öðru sambærilegu er kostur
- Góð tölvu- og tækniþekking
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember
Nánari upplýsingar um starfið veita mannauðssérfræðingar Bláa Lónsins í síma 420-8800.
Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.
Íslenska
Enska










