
Klíníkin Ármúla ehf.
Klíníkin er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð og er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík. Við Klíníkina starfa þrautreyndir sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar sem öll leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi. Markmið Klíníkurinnar er að greina vanda, ráðleggja um leiðir til lausna og framkvæma nauðsynlegar aðgerðir. Samstarf reyndra lækna og hjúkrunarfræðinga með mikla starfsreynslu hérlendis og erlendis tryggir gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Klíníkinni hvort sem um er að ræða læknamóttöku eða á skurðstofum og er mikil áhersla lögð á að tækjabúnaður uppfylli ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða. Hugmyndafræði Klíníkurinnar byggist á teymisvinnu og því að sinna sérþörfum sjúklinga og veita heildarþjónustu frá greiningu, skurðaðgerð og þar til annari meðferð lýkur.
Umsjónarmaður fasteigna
Klíníkin Ármúla leitar að skipulögðum og ábyrgum einstaklingi í starf umsjónarmanns fasteigna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í stækkandi fyrirtæki.
Um starfið
- Starfshlutfall: 100%
- Vinnutími: Virkir dagar á dagvinnutíma að staðaldri
- Ráðning er hugsuð til lengri tíma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með ástandi húss, tækja og lóðar og sér um daglegt viðhald og endurbætur
- Kallar inn viðeigandi aðila til að sinna viðhaldi, endurbótum og breytingum á húsnæði
- Kann á helstu kerfi hússins sem skipta máli við rekstur og veitingu þjónustu
- Sinnir viðgerðum á kerfum eftir föngum, kallar til utanaðkomandi aðstoð ef þarf
- Umsjón með öryggis-, aðgangs- og eftirlitsbúnaði hússins
- Skipuleggur prófanir og æfingar í tengslum við þau eftir þörfum.
- Umsjón með tæknirýmum og sér til þes að öll kerfi hússins séu í lagi
- Umsjón með sorpflokkun og förgun ásamt samskiptum við þjónustuaðila
- Tryggir aðgengi að húsinu í samráði við utanaðkomandi aðila ef aðgengi að húsinu takmarkast m.a. vegna veðurs.
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking og skilningur á kerfum s.s. loftræsti og hitakerfum
- Rík þjónustulund og skipulagshæfni
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og drifkraftur
Auglýsing birt15. október 2025
Umsóknarfrestur26. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHandlagniHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðSnyrtimennskaSveigjanleikiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (6)

Starfsfólk í íþróttamiðstöð - Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.

Kvenkyns starfsmaður íþróttamiðstöðvar Norðfjarðar
Fjarðabyggð

Öryggis- og húsvörður stjórnsýsluhúsa
Reykjavíkurborg

Vaktstjóri
Laugardalshöll Íþrótta- og sýningarhöllin

Húsvörður óskast til starfa í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ