
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Umsjónarmaður fasteigna
Laust er til umsóknar fullt starf umsjónarmanns fasteigna við framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands.
Starfið felur í sér umsjón með byggingum Háskóla Íslands og þjónustu við starfsfólk og nemendur skólans. Unnið er í dagvinnu en einnig um kvöld og helgar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við starfsfólk og nemendur m.a. við flutninga, aðstoð í kennslustofum og í kringum viðburði
- Dagleg umsjón með húsnæði og búnaði
- Umsjón og eftirlit með öryggismálum
- Eftirlit með ræstingu
- Tilfallandi viðhald í byggingum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð er krafa um handlagni, iðnmenntun er kostur
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg
- Góð hæfni til samskipta á íslensku og ensku
- Reynsla af notkun öryggis- og hússtjórnarkerfa er kostur
- Almenn tölvukunnátta
- Bílpróf
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Húsasmiður / Trésmiður - á starfstöð Frost í Garðabæ
Frost

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Starfsfólk í loftstokkahreinsun
Hitatækni ehf

Garðaþjónusta/ Hellulagnir / Snjómokstur
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Ofnastjórnandi í Álendurvinnslu
Alur Álvinnsla ehf

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Umsjónamaður eigna
Six Rivers Iceland ehf

Þjónustu og Uppsetningarmaður LED skjáa
LED skilti ehf.

Starfsmaður í þrif hjá Stúdentagörðum
Félagsstofnun stúdenta

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík - 50% starfshlutfall
DHL Express Iceland ehf

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Selfoss: Starfsfólk í sorphirðu / waste collector
Íslenska gámafélagið ehf.