Tímabundið starf á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk í Kópavogi
Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmanni í dagvinnu á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk. Óskað er eftir starfsmanni í 80 - 100 % tímabundið starf en möguleiki á lengri ráðningu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2025. Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, starfs og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Vinnustaðurinn leitar að drífandi og áhugasömum starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. Unnið er í skipulagri hópavinnu og einstaklingsmiðaðri vinnu. Ýmiss þróunarverkefni eru í gangi, til að mynda er til að efla listasmiðju og verkefni tengd sköpun af ýmsu tagi.
Þátttaka í faglegu starfi.
Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í starfi.
Þátttaka í starfi fatlaðs fólks.
Góð almenn menntun og / eða reynsla sem nýtist í starfi
Stundvísi og samviskusemi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Framtakssemi og jákvæðni í starfi
Starfi getur verið líkamlega krefjandi
Góð íslenskukunnátta
Á Dalvegi er 36 klukkustunda vinnuvika.
Boðið er upp á mat þrisvar á dag, leiðbeinendum að kostnaðarlausu.
Skemmtilegt starfsumhverfi.