Hvammsvík Sjóböð ehf
Hvammsvík Sjóböð ehf
Hvammsvík Sjóböð ehf

Þjónustufulltrúi í Þjónustu- og Söluver í Reykjavík

Vilt þú taka hjálpa okkur við að veita afburða þjónustu við viðskiptavini sjóbaðanna í Hvammsvík?

Hvammsvík Sjóböð opnuðu sumarið 2022 og hafa móttökurnar verið vonum framar. Mikill vöxtur hefur verið í fjölda gesta í böðin að undanförnu og fyrirspurnum vegna bókana fyrir komandi mánuði hefur fjölgað töluvert.

Til að viðhalda háu þjónustustigi leitum við að þjónustufulltrúa í þjónustu- og söluver okkar sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. Starfið felst fyrst og fremst í að svara fyrirspurnum viðskiptavina okkar, einstaklingum, fyrirtækjum og ferðaþjónstuaðilum, bæði í síma en aðallega í tölvupósti, sinna nýjum bókunum og einnig breytingum í bókunarkerfum okkar. Einnig að viðhalda upplýsinga og sölukerfum ásamt öðru sem til fellur.

Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp öfluga þjónustu og viðburði í einstöku umhverfi og stefnum að því að búa til einstakan áfangastað þar sem bæði innlendir og erlendir gestir geta komið og notið því besta sem völ er á í gistingu, veitingum, margvíslegri heilsusamlegri afþreyingu, útiveru og að sjálfsögðu einstöku náttúrulaugunum í Hvammsvík.

Starfið er fjölbreytt og margþætt en það er skilyrði að umsækjendur sé vel skrifandi og talandi á íslensku og ensku.

Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú sex starfsmenn. Gert er ráð fyrir að þjónustufulltrúi sinni vinnu sinni í Hvammsvík einstaka sinnum, mögulega einu sinni í viku, til að viðhalda tengslum við annað starfsfólk og staðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Svörun á fyrirspurnum viðskiptavina í tölvupósti (Freshdesk) og síma
  • Sinna bókunum á aðgangi í sjóböðin og breytingum á þeim
  • Utanumhald með skipulagi bókana í Hvammsvík og eftirfylgni með starfsfólki
  • Viðhalda texta og öðru efni sem gefið er út af Hvammsvík
  • Fleira tilfallandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Miklir samskiptahæfileikar og geta til að vinna bæði í teymi og sem einstaklingur
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og áreiðanleiki
  • Almenn tækniþekking
  • Umbótasinnaður og lausnamiðaður hugsunarháttur
Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hvammsvík 126106, 276 Mosfellsbær
Grófin 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar