
DHL Express Iceland ehf
Alþjóða hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó, með bílum og lestum. Vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar - DHL færir þér úrval flutningsleiða og yfirburði heim að dyrum.
Að starfa fyrir DHL þýðir að taka ábyrgð, sigrast á ögrandi áskorunum og vaxa og þroskast sem hluti af fjölbreyttu alþjóðlegu starfsliði.
Nýttu þér margskonar spennandi möguleika á starfsframa til að skila góðum árangri með okkur og vera hluti af stærsta flutningafyrirtæki í heimi.
DHL býður fjölbreytt störf með mikla möguleika á öllum starfsþrepum í öllum heimshlutum. Sem starfsmaður hjá okkur færðu tækifæri til að móta með góðri vinnu í góðum hópi þína eigin framtíð bæði í starfi og leik. Saman myndum við fyrirtæki sem við getum verið virkilega stolt af.

Þjónustufulltrúi í fraktdeild
DHL Express Iceland ehf óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í fraktdeild fyrirtækisins á starfsstöð sinni í Ármúla 3, Reykjavík.
Leitað er að metnaðarfullum, árangurdrifnum og sjálfstæðum einstakling með ríka þjónustulund sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreyttu alþjóðlegu starfsumhverfi.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning gagna í flug- og sjófrakt
- Aðstoða við tilboðsgerð og sölu til viðskiptavina
- Sjá um að skipuleggja akstur á flug- og sjósendingum
- Skráning á sjósendingum
- Almenn skjalavinna
- Aðstoð við tollafgreiðslur
- Aðstoð við símsvörun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð samskiptafærni, sjálfstraust og frumkvæði í starfi
- Góð tölvufærni og skipulagshæfileikar
- Hreint sakavottorð skilyrði
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf - Dýrabær í Kringlunni eða Smáralind
Dyrabær

Söluráðgjafi
Álfaborg ehf

Sölufulltrúi í Icewear Hveragerði
ICEWEAR

Kjararáðgjafi á mannauðs- og kjaradeild
Garðabær

Akureyri: Starfsmaður timburverslunar - Framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Viltu spennandi hlutastarf í úthringingum?
Símstöðin ehf

Skrifstofu-og fjármálastjóri
Glerverk

Sölumaður / Útkeyrslumaður
Góa-Linda sælgætisgerð

Þjónustufulltrúi KINTO
Okkar bílaleiga

Fagkaup óskar eftir þjónustufulltrúum
Fagkaup þjónustudeild

Sölufulltrúi í tölvuverslun - Reykjavík
Tölvutek

Söluráðgjafi
Vinnvinn