Maul
Maul
Maul

Þjónustufulltrúi

Við leitum að viðkunnanlegri og skemmtilegri manneskju til að sinna þjónustu við viðskiptavini. Draumur okkar er að finna manneskju sem er vel skrifandi og getur komið efni frá sér hratt og vel. Starfið getur þróast fljótt þar sem fyrirtækið stækkar hratt, en fyrst um sinn verður viðkomandi að geta sinnt hinum ýmsu verkefnum sem til falla.

Ef þú hræðist ekki að taka þátt í rússíbanareið sem fyrirtæki í vexti og nýsmíði býður upp á, fellur þú inn í hópinn. Við römbum stöðugt á barmi óreiðu og óvissu! Oftast náum við þó tökum á málunum, en lendum sjaldan í því að láta okkur leiðast þar sem við látum alltaf reyna á mörkin og komumst að því hvað við getum afrekað.

🚀 Við bjóðum þér upp á að

  • verða hetjan sem bjargar hátindi dagsins hjá viðskiptavinum

  • hnykla félagsfærnivöðvana í gegnum ótal samtöl og tölvupósta

  • koma þér í samband við fjölda af framúrskarandi matreiðslufólki sem brennur af ástríðu fyrir eldamennsku

🍕Við erum á höttunum eftir manneskju

  • með svarta beltið í samskiptum

  • með þjónustulund sem umbreytir svekktum viðskiptavinum í aðdáendur

  • gengur rakleitt í málin og afgreiðir

  • getur meðhöndlað óhöpp og mistök í afhendingu með yfirvegun

  • bjargar sér með helstu aðgerðir í tölvukerfum

  • sem hefur áhuga á mat

Þú þarft ekki að hafa reynslu en mikilvægt er að hafa mikinn áhuga á að öðlast hana. Við lofum að starfið verði góður skóli, en í teyminu finnast þjónustugúrúar sem verða til taks þegar hitna fer í kolunum. Við gerum aðeins raunhæfar kröfur til umsækjenda og vitum að námi lýkur ekki eftir skóla.

Okkur er mjög annt um að þú fallir vel inn í hópinn svo það væri gaman að fá nokkur orð um þig persónulega, hvert hugurinn stefnir og hvar metnaðurinn liggur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun og eftirfylgni erinda
  • Sinna málum sem berast í tölvupósti
  • Bregðast við athugasemdum matgæðinga
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og þolinmæði
  • Frábær samskiptahæfni, ásamt íslensku- og enskukunnáttu
Fríðindi í starfi
  • Ómótstæðilegur hádegismatur
  • Skemmtilegur félagsskapur
Auglýsing birt16. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)500 - 650 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Síðumúli 33, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.AsanaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar