Salalaug
Salalaug
Salalaug

Tæknistjóri óskast í Salalaug og Sundlaug Boðaþingi

Menntasvið Kópavogsbæjar leitar eftir tæknistjóra fyrir Salalaug og Sundlaug Boðaþingi.
Tæknistjóri sundlauga sér um eftirlit, viðhald og viðgerðir alls tækjabúnaðar í mannvirkinu. Tæknistjóri ber einnig ábyrgð á öllum tækja- og vélbúnaði sem er í mannvirkinu. Tæknistjóri Salalaug og Sundlaugar Boðaþings vinnur í góðu samstarfi við tæknistjóra Kópavogslaugar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Salalaugar.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Annast eftirlit með mannvirkjum, aðstöðu og tækjum í sundlaugunum. 
• Ber ábyrgð á viðhaldi á öllum áhöldum og tækjum í mannvirkinu.
• Annast viðhald og hefur umsjón með húseignum lauganna, tækjum og innanstokksmunum og sinnir tilfallandi verkefnum þar að lútandi.
• Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með stýrikerfum og vatnsgæðum sundlauga og heitra potta/lauga.
• Annast innkaup á rekstrar- og viðhaldsvörum

Menntunar- og hæfniskröfur

• Vélstjóramenntun, iðnmenntun eða önnur tæknimenntun.
• Meistarapróf á sviði iðnmenntunar eða annarrar tæknimenntunar æskilegt.
• Reynsla af viðhaldi og viðgerðum á vélum og tækjum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð samskiptahæfni.

Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Versalir 3, 201 Kópavogur
Boðaþing 9, 203 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar