Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Tæknimaður við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf tæknimanns í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Efnafræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans er rannsóknavettvangur efnafræði við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum efnafræði, til að mynda lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, eðlisefnafræði og efnagreininga. Efnafræðistofa býr yfir öflugum tækjabúnaði til efnagreininga, t.a.m. vökvaskiljum, litrófsmælum, massagreinum og kjarnsegulgreinum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með efnagreiningartækjum á vegum efnafræðistofu.
  • Umsjón með almennu viðhaldi á tækjabúnaði og að útbúa efnalausnir.
  • Utanumhald um bókanir og notkun á efnagreiningatækjum.
  • Aðstoð við rannsakendur með notkun tækja og framkvæmd mælinga á sérhæfðari tæki.
  • Aðstoð við öflun tilboða og við kaup á tækjabúnaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í efnafræði, eða skyldum greinum.
  • Reynsla af notkun og viðhaldi efnagreiningatækja og búnaði tengdum þeim (t.d. kjarnsegulrófstæki (e. NMR), vökvaskiljum (e. HPLC), litrófsmælum (UV-VIS), massagreinum, vakúmdælum og skilvindum).
  • Reynsla af notkun og viðhaldi hugbúnaðar til efnagreininga.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Góð íslenskukunnátta er æskileg.
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur27. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dunhagi 5, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar