

Stuðningsfulltrúi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75% afleysingastöðu.
Við skólann eru tvær starfsstöðvar þar sem nemendur yngra stigs eru á Stokkseyri og nemendur eldra stigs á Eyrarbakka. Við skólann eru 137 nemendur, 72 á yngra stigi og 65 á eldra stigi. Sérstaða skólans felst í einstaklingsmiðaðri kennslu og skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu. Mikil áhersla er lögð á góð samskipti og góða samvinnu við nærumhverfið. Í BES er mikið unnið í teymum þar sem kennarar vinna í samkennslu tveggja eða fleiri árganga. BES er Erasmus+ skóli, vinnur skv. heilsueflandi gildum og vinnur markvisst gegn einelti. Þá er BES virkur þátttakandi í Lærdómssamfélagi Árborgar og í öflugu samstarfi við aðra grunnskóla í Árborg.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.
- Vinnur skv. áætlun kennara.
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt Aðalnámskrá eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
- Aðstoðar nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs þurfi þeir á aðstoð að halda.
- Veitir nemendum félagslegan stuðning með virkri hlustun og spjalli ef aðstæður leyfa. Fylgir einum eð afleiri nemendum á ferðum þeirra í skipulögðu skólastarfi.
- Situr fundi eftir því sem við á.
- Formleg próf af styttri námsbraut er æskileg, s.s. stuðningsfulltrúanám.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af uppeldisstörfum er kostur.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Íslenska










