

Stuðningsfulltrúi
Suðurbæjarskóli er lítið sérhæft úrræði fyrir börn sem þurfa markvissan stuðning vegna hegðunar-, tilfinninga- og/eða námsörðugleika. Hlutverk skólans er að tryggja öruggt, fyrirsjáanlegt umhverfi þar sem nemendur ná raunhæfum framförum í námi, félagsfærni, tilfinningastjórn og daglegum færniþáttum.
-
Veita einstaklingsmiðaðan stuðning í skólastarfi.
-
Tryggja öryggi, ramma og reglusemi í samvinnu við teymi.
-
Styðja nemendur í námi samkvæmt einstaklingsnámsskrá.
-
Styrkja félagsfærni og samskipti barna með jákvæðum og uppbyggjandi aðferðum.
-
Hefur reynslu tengda starfi með börnum með hegðunar-, tilfinninga- og/eða námsörðugleika.
-
Hefur góða samskiptahæfni, fagmennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Getur unnið rólega og yfirvegað í krefjandi aðstæðum.
-
Hefur áhuga á teymisvinnu, uppbyggjandi nálgun og virðingu fyrir fjölbreytileika barna.
-
Hefur vilja til að læra og þróast í starfi með faglegri leiðsögn.
-
Skipulagt og faglegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær handleiðslu og þjálfun.
-
Samstillt teymi sem leggur áherslu á virðingu, stöðugleika og raunhæfan árangur.
-
Regluleg fagleg endurmenntun og þjálfun í gagnreyndum aðferðum (t.d. ART félagsfærniþjálfun).
- Sveigjanleiki í starfi.
Íslenska










