

Starfsmaður í tekjustýringu (sumarstarf)
Ertu drifinn og metnaðarfullur einstaklingur með innsæi í tekjustýringu?
Bílaleigan Sixt leitar að öflugum og skipulögðum tekjustjóra í sumarafleysingu. Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling með reynslu eða áhuga á tekjustýringu, markaðsgreiningu og verðlagningu. Tekjustjórinn mun vinna náið með stjórnendateymi fyrirtækisins og stuðla að hámarks tekjum og arðsemi yfir sumarmánuðina.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Aðstoða við þróun og framkvæmd tekjustýringarstefnu fyrirtækisins.
-
Greina markaðsþróun, eftirspurn og samkeppnisstöðu til að hámarka tekjur.
-
Stýra verðlagningu og tilboðsgerð í takt við markaðsaðstæður.
-
Tryggja skilvirka notkun á bókunarkerfum og tekjustýringartólum.
-
Greina lykilmælikvarða og skila reglulegum skýrslum og tillögum til stjórnenda
Hæfniskröfur
-
Þekking eða reynsla af tekjustýringu, fjármálum, markaðsgreiningu eða sambærilegu starfi er kostur.
-
Þekking á bílaleigu- eða ferðamannaiðnaði er æskileg.
-
Skipulagshæfni, frumkvæði og geta til að vinna í hröðu og krefjandi umhverfi.
-
Góð færni í tölvukerfum og gagnaúrvinnslu (t.d. Excel, Power BI, tekjustýringarkerfi).
-
Frábær samskipta- og samvinnuhæfni.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.
Hvers vegna Sixt?
Sixt er ört vaxandi alþjóðlegt vörumerki í bílaleigu sem býður upp á spennandi og fjölbreytt starfsumhverfi. Þetta er einstakt tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu í tekjustýringu og vinna með frábæru teymi.













