

Starfsmaður í eldhúsi
Laust er til umsóknar starf í eldhúsi forsætisráðuneytisins. Starfið heyrir undir skrifstofu fjármála sem ber meðal annars ábyrgð á rekstri, fjármálum, mannauðs- og gæðamálum, skjalavistun, öryggismálum, starfsumhverfi, eignaumsjón og veitingaþjónustu.
Starfið felst í matseld fyrir starfsfólk ráðuneytisins, frágangi og þrifum í eldhúsi ásamt umsjón með kaffi- og fundaþjónustu. Viðkomandi kemur að öflun aðfanga og umsýslu í kringum fundi og viðburði í húsum forsætisráðuneytisins, þar á meðal í tengslum við tæknimál og fundarbúnað eftir þörfum ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum þjónustuverkefnum.
Starfið heyrir undir veitingaþjónustu forsætisráðuneytisins og er undir daglegri stjórn veitingastjóra.
Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af almennri matargerð fyrir hópa og aðstoð við veisluþjónustu. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustulund, áreiðanleika og snyrtimennsku. Frekari hæfniskröfur eru:
· Menntun í matreiðslu.
· Þekking og reynsla af hollri matargerð, framreiðslu og þjónustu.
· Jákvætt viðmót og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
· Góð almenn líkamleg færni.
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
· Góð færni í íslensku.
· Góð almenn tölvukunnátta.
