Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli, Selfossi

Aðstoðarmatráður í framleiðslueldhús Sunnulækjarskóla

Sunnulækjarskóli í sveitarfélaginu Árborg óskar eftir að ráða metnaðarfullan, barngóðan og jákvæðan einstakling í tímabundna100% stöðu aðstoðarmatráðar í framleiðslueldhúsi skólans. Ráðningin er frá 8. september til 31. ágúst 2026.

Í skólanum eru um 620 börn og 140 starfsmenn. Eldhúsið eldar einnig hádegismat fyrir tvo leikskóla í sveitarfélaginu sem er sendur í móttökueldhús og annast kaffiveitingar fyrir frístundastarf í skólanum. Í eldhúsinu starfa auk aðstoðarmatráðs, matráður og fjórir aðstoðarmenn í eldhúsi.

Aðstoðarmatráður starfar í framleiðslueldhúsi skólans og undirbýr og matreiðir máltíðir samkvæmt fyrirmælum matráðs mötuneytis og í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði ungra barna.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að undirbúa, matreiða, baka, framreiða og ganga frá og þrífa að loknu starfi.
  • Taka á móti hráefnum, meðhöndla þau til geymslu, vinna þau fyrir matreiðslu og matreiða eftir þörfum á viðeigandi hátt samkvæmt leiðbeiningum.
  • Sjá um að skera niður ávexti fyrir nemendur og annast kaffiveitingar fyrir starfsmenn og frágang.
  • Leysa matráð af sé þess óskað af yfirmanni.
  • Sjá um þrif og að skráningum þeirra sé sinnt samkvæmt reglum um hollustuhætti.
  • Sækja endur- og símenntun til að fylgjast með nýjungum í starfi og sitja starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi mötuneytisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntuno og reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsum er æskileg.
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þekking á næringarfræði.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ber ábyrgð á að starfa í samræmi við lög og reglugerðir sem við eiga og stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar