
Starfsmaður í bókunardeild
Ferðaskrifstofan Ferðakompaníið ehf. leitar að manneskju sem getur unnið að hluta í bókunar- og úrvinnsludeild einstaklinga. Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi mun að mestu vinna í bókunardeild einstaklinga yfir, en færast yfir í sérverkefni yfir sumarið eða eftir álagi.
Starfslýsing:
-
Móttaka pantana
-
Utanumhald einstaklingsbókana
-
Samskipti við erlenda söluaðila og íslenska birgja
-
Unnið er virka daga 9-17 (eða 8-16), á álagstímum getur verið þörf á yfirvinnu
Hæfniskröfur:
-
Góð ensku- og tölvukunnátta
-
Íslenskukunnátta er kostur
-
Reynsla af ferðaþjónustu eða skrifstofustörfum
-
Þekking á Íslandi
-
Sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni
-
Þjónustulipurð
-
Skipulags- og samvinnuhæfileikar
-
Stundvísi og almenn reglusemi
Ferðakompaníið er 25 ára fjölþjóðlegt fyrirtæki. Þar vinna u.þ.b. 25 starfsmenn sem koma víðsvegar að úr heiminum. Helstu samstarfsaðilar okkar erlendis eru í Frakklandi, Hollandi og Belgíu.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bertrand Jouanne í síma 533-1160.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2026.
Franska
Enska
Íslenska










