Ferðakompaníið ehf - the Iceland Travel Company
Ferðakompaníið ehf - the Iceland Travel Company

Starfsmaður í bókunardeild

Ferðaskrifstofan Ferðakompaníið ehf. leitar að manneskju sem getur unnið að hluta í bókunar- og úrvinnsludeild einstaklinga. Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Viðkomandi mun að mestu vinna í bókunardeild einstaklinga yfir, en færast yfir í sérverkefni yfir sumarið eða eftir álagi.

Starfslýsing:

  • Móttaka pantana

  • Utanumhald einstaklingsbókana

  • Samskipti við erlenda söluaðila og íslenska birgja

  • Unnið er virka daga 9-17 (eða 8-16), á álagstímum getur verið þörf á yfirvinnu

Hæfniskröfur:

  • Góð ensku- og tölvukunnátta

  • Íslenskukunnátta er kostur

  • Reynsla af ferðaþjónustu eða skrifstofustörfum

  • Þekking á Íslandi

  • Sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni

  • Þjónustulipurð

  • Skipulags- og samvinnuhæfileikar

  • Stundvísi og almenn reglusemi 

Ferðakompaníið er 25 ára fjölþjóðlegt fyrirtæki. Þar vinna u.þ.b. 25 starfsmenn sem koma víðsvegar að úr heiminum. Helstu samstarfsaðilar okkar erlendis eru í Frakklandi, Hollandi og Belgíu.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bertrand Jouanne í síma 533-1160.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2026.

Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
FranskaFranska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fiskislóð 26, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar