

Starfsmaður á breytingaverkstæði
Arctic Trucks á Íslandi ehf. óskar eftir því að ráða öflugan liðsmann á verkstæðið okkar þar sem við sérhæfum okkur í jeppabreytingum. Við leitum að starfsmanni sem býr yfir framúrskarandi þjónustulund, áreiðanleika og jákvæðni. Ef að þú hefur próf/starfsreynslu í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, málmiðngreinum eða tengdum greinum og brennandi áhuga á jeppum og jeppamennsku, þá ert þú jafnvel manneskjan sem við eru að leita að.
Vinnutími mán-fim 8 -17:00 og föstudaga 8 -15:30.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.
Hvetjum konur jafnt sem karlmenn til að sækja um starfið.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Jeppabreytingar
Sveinspróf í bifvélavirkjun eða bifreiðasmíði - meistararéttindi er kostur
Mikla starfsreynslu af áþekkum störfum.
Áhugi á jeppum og ferðamennsku tengdri jeppum
Góð íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
Metnaður og vilji til að ná árangri og til að tileinka sér nýja tækni
Tölvulæsi og almenn tölvukunnátta
Metnaður til að auka þekkingu og færni













