

Starfsfólk í verksmiðju
Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum vantar starfsfólk á vaktir, í viðhaldsdeild og sumarvinnu við löndun.
Vaktastarfið felur í sér að sjá um innmötun í framleiðslukerfi verksmiðjunnar, þrif og eftirlit. Mikið er unnið á vinnuvélum. Unnið er á tólf tima vöktum; unnar eru sex dagvaktir, þrjár frívaktir, sex næturvaktir og þrjár frívaktir.
Löndun fer öllu jafna fram á dagvinnutíma og er bæði unnið á vinnuvélum og á bryggju.
Öryggiskröfur eru strangar og þarf nýr starfsmaður að tileinka sér góða öryggisvitund og taka þátt í því öryggisstarfi sem fer fram í Þörungaverksmiðjunni.
Verksmiðjan gengur allan sólahringinn flesta daga ársins. Afurðir eru úrvals mjöl úr þangi og þara sem selt er út um allan heim.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected]
- Sjá um framleiðslukerfi verksmiðjunnar
- Vinna á vinnuvél
- Eftirlit með vélbúnaði
- Þrif á vinnusvæði og tækjum
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
- Ökuskírteini
- Vinnuvélaréttindi eru kostur en ekki nauðsynleg.
- Öryggisvitund
- 20 ára eða eldri
- Tilbúin til að vinna vaktavinnu
- Verksmiðjan getur útvegað húsnæði
Enska










