
Möl og Sandur
Möl og Sandur er rótgróið fyrirtæki á Akureyri, stofnað árið 1946, með langa sögu í framleiðslu og vinnslu byggingarefna.
Fyrirtækið hóf starfsemi sína með efnisvinnslu og sölu, en árið 1953 var byggð upp aðstaða á Söluvegi þar sem hófst framleiðsla á fylliefnum, steypuefnum, hellum, einingum og fleiri byggingavörum.
Í dag rekur fyrirtækið steypustöð og einingarframleiðslu, og árið 2026 flyst starfsemin í nýja og fullkomna steypustöð á Sjafnarnesi þar sem áhersla er lögð á umhverfismál, endurvinnslu og nútímalega tækni.

Blöndunarstjóri - Akureyri
Viltu stýra hjarta steypuframleiðslu á Akureyri og hafa yfirsýn yfir framleiðslu og afhendingu?
Við leitum að öflugum blöndunarstjóra til liðs við Möl og Sand (M og S ehf) sem brennur fyrir skipulagi, öryggi og góðri þjónustu.
Sem blöndunarstjóri sérð þú um daglegan rekstur og skipulag steypuframleiðslu og fylgir eftir gæðaviðmiðum og afhendingaráætlunum. Þú vinnur náið með ökumönnum, framleiðslu og verkstæði og tryggir að rétt hráefni og uppskriftir séu notuð í hverri blöndu.
Umsóknafrestur er til 29. janúar
Helstu verkefni og ábyrgð
- Blanda steypu skv. pöntunum og gæðakröfum
- Skipuleggja framleiðslu og afhendingar í nánu samráði við söludeild og akstur
- Dagleg umsjón með búnaði steypustöðvar; eftirlit, frágangur og þrif.
- Eftirfylgni með öryggis- og umhverfiskröfum og virk þátttaka í umbótum.
- Samskipti við viðskiptavini og innri teymi; lausnamiðuð þjónusta og frábær upplýsingagjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af skipulagi framleiðslu og/eða afhendinga; reynsla af starfsmannaforráðum er kostur.
- Þjónustulund, lipur samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð.
- Þekking á byggingariðnaði eða steypuframleiðslu er æskileg.
- Meirapróf (C/CE) og vinnuvélaréttindi eru kostur.
- Reynsla af viðhaldi vörubíla og vinnuvéla er kostur.
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi.
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur29. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaValkvætt
Staðsetning
Súluvegur 2
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniMeirapróf CMeirapróf CEVinnuvélaréttindiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innviðir framtíðarinnar - Ofar leitar að sérfræðingum í gagnaverum
Ofar

Tiltekt fyrir dreifingu á vörum
Álfasaga ehf

Verk- eða tæknifræðingur með áherslu á verkefnastjórnun
Stéttafélagið ehf.

Vélamaður í pökkunardeild/Packaging Mechanic
Coripharma ehf.

Gæða- og framleiðslueftirlit - Selfoss
Steypustöðin

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK

Sumarstörf 2026 - ungmenni 17 og eldri
Landsnet hf.

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT
Íslandshótel

Starfsmaður í kaffibrennslu
Kaffistofan ehf.

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.

Framleiðsla á gleri
Íspan Glerborg ehf.