Starf á tannlæknastofu
Starfskraftur óskast á tannlæknastofuna í Staðarbergi. Reynsla af svipuðu starfi er kostur, en ekki krafa. Um er að ræða 90-100% starf, en einnig kemur til greina að ráða í tvö 50% stöðugildi.
Við leitum að duglegri, áreiðanlegri og hlýlegri manneskju með ríka þjónustulund til að aðstoða tvo tannlækna. Viðkomandi þarf að hafa góða færni í mannlegum samskiptum, ekki síst við börn. Góð tök á íslensku, ensku og almennri tölvunotkun eru mikilvæg.
Í starfinu felst meðal annars símasvörun, samskipti við birgja, tímabókanir, afgreiðsla, sótthreinsun áhalda og aðstoð og frágangur við tannlæknastól. Hreinlæti og nákvæmni er mjög mikilvæg.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt undir álagi og geta hafið störf eigi síðar en 1. mars nk.
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Staðarberg 2-4 2R, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Hlutastarf á skammtímaheimili fatlaðra
Kópavogsbær
Starfsmaður í dagþjálfun - Laugarás
Hrafnista
Aðstoðarfólk óskast á helgarvaktir á Selfossi
NPA miðstöðin
Hresst NPA aðstoðarfólk óskast
NPA miðstöðin
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar í Blóðbankanum
Landspítali
Uppvaskari 50% vinna
Krydd og kavíar ehf.
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Blikaás
Hafnarfjarðarbær
Staða sjúkraliða við frístund í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Hressar aðstoðarkonur óskast á þriðjudögum og um helgar
Anna Kristín Jensdóttir
Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær
Aðstoðarkona / personal assistant
NPA miðstöðin
Frábært tækifæri fyrir þig.
Ásgarður handverkstæði