Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Stafrænn efnisstjóri

Bláa Lónið leitar að stafrænum efnisstjóra til að slást í hóp okkar í markaðsdeild. Rétti aðilinn í starfið hefur áhuga á vel reknum, fallega uppsettum vefsíðum og stafrænni efnisinnsetningu sem og hegðun og upplifun notenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri umsjón með vefsíðum Bláa Lónsins, t.d. uppfærslum og stöðugum umbótum
  • Umsjón með efnisinnsetningu og viðhaldi allra vefja Bláa Lónsins
  • Umsjón með framleiðslu nýrra síðna og blogggreina
  • Aðkoma að innleiðingu nýrra vefja og þróunarverkefna
  • Uppfærsla á efni á vef með tilliti til leitarvélabestunar
  • Þátttaka í hugmyndavinnu og þarfagreiningu fyrir vefi Bláa Lónsins
  • Umsjón með verkefnum tengdum útsendingum á tölvupóstum til viðskiptavina
  • Notkun á vefmælingartólum og skýrslugerð sem miðlar stöðu og árangri til hagaðila
  • Vinna í vefumsjónarkerfi vefja Bláa Lónsins, Contentful.
  • Önnur tilfallandi verkefni
 
Náið samstarf með öðrum deildum innan Bláa Lónsins, sérstaklega Stafrænni þróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Þekking og reynsla af vefumsjón og stafrænni markaðssetningu
  • Reynsla af verkefnastjórnun eða sambærilegu hlutverki
  • Reynsla af vinnu í vefumsjónarkerfi, t.d. Contentful
  • Næmt auga fyrir smáatriðum og umbótasinnuð hugsun
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar