Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Staða sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar

Laus er til umsóknar staða sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA). Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf sérfræðings á Miðstöð skólaþróunar tekur til ráðgjafar, fræðslu, úttekta, rannsókna og annarra sérfræðistarfa sem unnin eru í skólum með stjórnendum, einstökum kennurum eða kennarahópum, foreldrum og öðrum ráðgjöfum á grundvelli verkefnasamninga sem Miðstöð skólaþróunar gerir. Jafnframt annast sérfræðingur miðstöðvarinnar fræðslu af ýmsu tagi, skipulag ráðstefna og fræðslufunda.

Miðstöð skólaþróunar starfar innan Hug- og félagsvísindasviðs háskólans í nánu samstarfi við kennaradeild. Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til kennara og skólastjóra varðandi þróunar- og umbótastarf á vettvangi skóla. Miðstöðin stendur einnig fyrir fjölbreyttum ráðstefnum og fræðslufundum. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar. Vinnustaður er í Hafnarstræti 95 og á Sólborg v/Norðurslóð, Akureyri. Sjá nánar á vefslóðinni www.msha.is 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf með sérþekkingu í menntunarfræði og að lágmarki meistarapróf á sviði fræða sem tengjast starfsemi miðstöðvarinnar.

  • Leyfisbréf til kennsluréttinda og reynsla af kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.

  • Reynsla af verkefnastjórn, kennsluráðgjöf og umsjón með þróunarstarfi í skólum er nauðsynleg og er sérstaklega horft til reynslu af ráðgjöf á sviði læsis, leiðsagnarnáms, teymisvinnu/teymiskennslu og ráðgjöf til kennara vegna ÍSAT nemenda í grunn- og framhaldsskólum með áherslu á Talking partners aðferðina.

  • Frumkvæði og forystuhæfni.

  • Fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni.

  • Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg.

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.

  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Norðurslóð 202123, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.