
Sölustjóri - Sómi
Vilt þú leiða sölustarf Sóma ehf.?
Sómi ehf. leitar að öflugum og metnaðarfullum Sölustjóra til að leiða söludeild Sóma og drífa áfram sölustarf fyrirtækisins. Sölustjóri vinnur náið með öðrum stjórnendum og starfsfólki fyrirtækisins.
· Leiðir söludeild Sóma og drífur áfram sölustarf fyrirtækisins.
· Ber ábyrgð á kjörum til nýrra viðskiptavina og sér um tilboðsgerð.
· Viðheldur samskiptum við verslunarstjóra/innkaupastjóra í hverri keðju eða búð fyrir sig.
· Hefur mannaforráð yfir söludeild.
· Sér um að bílstjórar viðhaldi og passi upp á þá sölustaði sem eru undir þeirra ábyrgð
· Kynnir nýjar vörur og sér um eftirfylgni á nýjum vörum.
· Uppfærir og breytir verðlistum ásamt því að senda út tilkynningar þegar hækkanir eða lækkanir verða.
· Sér um að framstillingar og hillupláss sé eins og best er á kostið í hverri búð fyrir sig.
· Hefur umsjón með mánaðarlegum og árlegum söluskýrslum og kemur að áætlunargerð í samstarfi við framkvæmdastjóra.
· Hefur umsjón með gerð markaðsefnis og sér um heimasíðu fyrirtækisins.
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
· Reynsla af sölu- og þjónustustjórnun ásamt reynslu í markaðsmálum.
· Reynsla af því að leiða starfsfólk og teymi.
· Góð tölvukunnátta nauðsynleg og greiningarhæfni, framsetning gagna og vinnsla með Power BI er mikill kostur.
· Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund er nauðsynleg.
· Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
· Góð íslensku- og ensku kunnátta í rituðu og töluðu máli er nauðsynleg.

