
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Íslensk-Bandaríska (ÍSBAND) er umboðs- og dreifingaraðili fyrir vörumerkin Jeep, RAM, Fiat, Alfa Romeo, Chrysler og Dodge á Íslandi. Hjá ÍSBAND eru nú um 40 stöðugildi. ÍSBAND bílaverkstæði sinnir ofantöldum vörumerkjum sem og 33"-40" breytingum á Jeep og RAM. Varahlutaverslunin flytur inn varahluti frá ofangreindum vörumerkum, öðrum USA merkjum og aukahluti. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV, Teraflex, Falcon, ARE og Bakflip. Verkstæði og varahlutaverslun eru í rúmgóðu húsnæði að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík þar sem góð aðstaða er til að taka á móti stórum pallbílum og húsbílum. Söludeild er staðsett í Þverholti í Mosfellsbæ.

Sölumaður vara- og aukahlutaverslun
Þetta er nýtt stöðugildi og felst starfið í sölu og afgreiðslu vara- og aukahluta til viðskiptavina verslunar og söludeildar, sala til fyrirtækja með heimsóknum og í síma ásamt öðrum tilfallandi verkefnum verslunar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vaxandi fyrirtæki og verslun í miklum vexti. Starfið hentar öllum óháð kyni og aldri. Í dag eru fjórir starfsmenn í verslun og lager auk bílstjóra og verður þetta sjötta stöðugildið.
Menntunar- og hæfniskröfur
Bílpróf
Góð íslensku kunnátta er skilyrði
Lipurð í samskiptum og þjónustulund
Góð tök á talaðri ensku
Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti við viðskiptavini
Sala til fyrirtækja
Sala og afgreiðsla viðskiptavina í verslun
Samskipti við söludeild nýrra bíla
Fríðindi í starfi
Heitur hádegismatur og úrvals kaffi
Auglýsing birt25. janúar 2023
Umsóknarfrestur5. febrúar 2023
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðshöfði 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaÖkuréttindiSamskipti í símaSamviskusemiSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðsla og ráðgjöf
Lyfjaver

Liðsmaður í söluteymi
Íslenska útflutningsmiðstöðin

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Sölustjóri (Head of Sales)
Taktikal

Starf í HLAUPÁR (60-80%) - tímabundið
HLAUPÁR

Ferðaskipuleggjandi
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel

Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölustarf í persónu
Halló

Customer Experience Administrator
Nox Medical

Mandarin Speaking Sales Associate
66°North