Aftra
Aftra
Aftra

Sölufulltrúi - Sumarstarf

Aftra leitar að sumarstarfskrafti í líflegt og spennandi starf sölufulltrúa. Aftra er hugbúnaðarlausn (SaaS) og sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis.

Aftra líkir eftir aðferðafræði hakkara og hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að skilja árásarflötinn sinn og verjast gegn netárásum og hökkurum. Hjá Aftra starfa mismunandi sérfræðingar og þú munt ganga til liðs við skemmtilegan og fjölbreyttan hóp.

Sem sölufulltrúi munt þú bera ábyrgð á því að skapa sölutækifæri með því að búa til tengsl og stilla upp fundum með mögulegum viðskiptavinum. Þú munt gegna mikilvægu hlutverki sem fyrsti tengiliður fyrir marga af okkar framtíðarviðskiptavinum. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að læra og leggja sig fram.

Starfssvið:

  • Kynna starfsemi Aftra fyrir mögulegum viðskiptavinum og skapa tengsl

  • Senda út sölu og markpósta til þess að bóka sölufundi

  • Uppfæra CRM kerfi

  • Markaðssetning á Facebook og Linkedin

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni

  • Frumkvæði og áhugi á því að takast á við nýjar áskoranir

  • Metnaður og samviskusemi

  • Færni í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku

  • Vera opin/n fyrir nýjungum og áskorunum

  • Háskólanám við hæfi

Hvað gerum við?

Aftra aðstoðar mörg af mest spennandi fyrirtækjum landsins með að verjast gegn netárásum. Reynsla af þessum verkefnum er alls ekki skilyrði. Hins vegar leitum við að starfskrafti sem er fljótt að læra, samviskusamt, skipulagt, gott í samskiptum og tilbúið að takast á við ný verkefni.

Hvað leggjum við áherslu á?

Markmið okkar er að einfalda netöryggi með skynsamlegri og notendamiðaðri nálgun og jákvæðri öryggismenningu að leiðarljósi. Öryggi á einum stað, yfirsýn á einum stað.

Erum við að leita að þér? Finnst þér þetta hljóma spennandi? Sendu okkur umsókn með kynningarbréfi. Sótt er um starfið á Alfreð. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Berndsen, sölu og markaðsstjóri Aftra (stefania@syndis.is).

Syndis og Aftra eru leiðandi fyrirtæki í upplýsingaöryggi og sérhæfa sig í öryggislausnum og ráðgjöf á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið er í örum vexti og starfa þar nú um 45 öryggissérfræðingar. Fyrirtækið hlaut heiðursverðlaun Ský á UT-messunni 2022 fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið er vottað skv. ISO27001.

Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar