Skeljungur ehf
Skeljungur ehf
Skeljungur ehf

Sölu og þjónusturáðgjafi

Elskar þú að sinna fjölbreyttu þjónustustarfi þá er þetta rétta starfið fyrir þig. Skeljungur óskar eftir að ráða inn sölu- og þjónusturáðgjafa í fyrirtækjaráðgjöf til að sinna viðskiptavinum. Starfið snýst um að sinna viðskiptavinum bæði í fyrirtækjaráðgjöf og afgreiðsla í verslun.

Markmið Skeljungs er að hafa innanborðs áhugsamt og hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi og tekur virkan þátt í að gera félagið sífellt betra. Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni. Skeljungur er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Ecomar, Barki, EAK og Fjölveri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta viðskiptavini Skeljung þ.e. afgreiða í verslun og fyrirtækjaráðgjöf
  • Móttaka og úrvinnsla vörupantana
  • Símsvörun, almenn upplýsingagjaf og ráðgjöf um vörur fyrirtækisins
  • Þátttaka í sölu- og átaksverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölustörfum kostur en ekki skilyrði
  • Þekking á bílahreinsivörum er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og stundvísi
  • Rík þjónustulund og vilji til að veita góða þjónustu
  • Góð almenn tækni og tölvukunnátta 
  • Góð enskukunnátta
Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar