L'OCCITANE EN PROVENCE
L'OCCITANE EN PROVENCE
L'OCCITANE EN PROVENCE

Snyrtivöruráðgjafi óskast í L’Occitane verslun í Kringlunni

L’Occitane er alþjóðlegt snyrtivörumerki í örum vexti, með um 3.000 verslanir um allan heim. Við sérhæfum okkur í hágæða húð-, bað- og snyrtivörum sem byggja á náttúrulegum innihaldsefnum og innblæstri frá Provence.

Við leitum að þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill taka virkan þátt í því að skapa hlýlega og eftirminnilega upplifun fyrir viðskiptavini okkar. Ef þú hefur ástríðu fyrir snyrtivörum, býrð yfir góðum samskiptahæfileikum og nýtur þess að vinna í samhentu og faglegu teymi, þá gæti þetta verið rétta tækifærið fyrir þig.

Um er að ræða framtíðarstarf í um 75–80% starfshlutfalli í verslun okkar í Kringlunni.
Vinnutími er breytilegur á virkum dögum á milli kl. 9:30 og 18:30 og annan hvern laugardag frá kl. 11:00–18:00. Um framtíðarstarf er að ræða.

Hjá L’Occitane starfar samhentur hópur fólks sem deilir ástríðu fyrir náttúrulegri fegurð og leggur sig fram við að veita persónulega og faglega þjónustu.

Við hvetjum öll áhugasöm – óháð kyni – til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita persónulega og faglega ráðgjöf í verslun
  • Tryggja framúrskarandi viðskiptaupplifun í öllum snertiflötum
  • Kynna vörur og skynræna eiginleika þeirra með áherslu á náttúruleg innihaldsefni
  • Vinna markvisst að sölumarkmiðum og árangri teymisins
  • Sinnum daglegum rekstri verslunar, s.s. afgreiðslu, frágangi og vöruframsetningu
  • Taka þátt í stafrænum verkefnum og samfélagsmiðlaumfjöllun
  • Stuðla að jákvæðu og samstarfsmiðuðu starfsumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölu- eða þjónustustörfum
  • Brennandi áhugi á snyrtivörum
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Jákvæðni, heiðarleiki, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Áhugi á samfélagsmiðlum og vilji til að verða L’Occitane sendiherra á stafrænum miðlum er kostur
  • Menntun í snyrtifræði/förðunarfræði er mikill kostur
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri og tala góða íslensku.
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af vörum
Auglýsing birt13. júní 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SnyrtifræðiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.VöruframsetningPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar