Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skrifstofustjóri skrifstofu fjárlaga og rekstrar

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar að öflugum og framsæknum stjórnanda í embætti skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi og opnu vinnurými. Um er að ræða fullt starf.

Undir skrifstofuna heyra fjölbreytt málefni m.a. rekstur og fjármál ráðuneytisins og stofnana þess, gæðamál, skjalavistun, upplýsingakerfi, öryggismál og eignaumsjón. Skrifstofan annast sértækar og almennar tölulegar greiningar vegna málefna ráðuneytisins og stofnana þess, ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjármálaáætlunar og fjárlaga fyrir hönd ráðuneytisins m.a. gagnvart stofnunum þess og hefur aðkomu að stefnumótun þeirra málefnasviða og málaflokka, sem ráðuneytið ber ábyrgð á. Þá fylgir skrifstofan eftir skilum rekstrar- og starfsáætlana allra stofnana ráðuneytisins. Starfsfólk skrifstofunnar styður við innra starf ráðuneytisins, meðal annars við störf hópa og teyma sem starfa þvert á ráðuneytið.

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni á verkefnasviði ráðuneytisins, þar sem reynir á öguð vinnubrögð, sveigjanleika, ábyrgð og sjálfstæði.

Skrifstofustjóri er hluti af stjórnendateymi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heyrir undir ráðuneytisstjóra.

Skipað verður í embættið til fimm ára og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk skrifstofunnar er að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og hafa heildarsýn yfir þau verkefni sem skrifstofunni er falið. Í starfinu er lögð áhersla á nýsköpun og gott samráð og samstarf við stofnanir ráðuneytisins og aðra hagaðila á málefnasviðum þess.

Í starfinu felst:

  • Mannaforráð og verkstjórn.

  • Yfirumsjón með rekstri ráðuneytisins, gæðamálum og skjalamálum.

  • Umsjón með vinnu ráðuneytisins við framkvæmd laga um opinber fjármál nr. 123/2015, en undir það fellur:

    • Umsjón með gerð fjármálaáætlunar fyrir málefnasvið og málaflokka sem falla undir ráðuneytið.

    • Umsjón með vinnu við gerð fjárlagafrumvarps hvers árs, gerð rekstraráætlana, eftirlit og eftirfylgni. Tillögugerð vegna fjáraukalaga.

  • Greining á rekstri stofnana ráðuneytisins og eftirfylgni.

  • Umsjón með húsnæðismálum stofnana ráðuneytisins.

  • Samstarf við fjölmarga aðila, þ.m.t. Alþingi, ráðuneyti og stofnanir og aðra sem tengjast verkefnum skrifstofunnar og ráðuneytisins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er skilyrði

  • Þekking og reynsla af opinberum fjármálum

  • Leiðtogahæfni

  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum

  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Þekking og reynsla af áætlanagerð og stefnumótun

  • Þekking og reynsla á sviði greininga og rekstrar

  • Glöggt auga fyrir skýrri framsetningu fjármálaupplýsinga og tengslum á milli markmiða og fjárveitinga

  • Metnaður og vilji til að ná árangri

  • Skipulagsfærni

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

  • Góð kunnátta í ensku

Kostir

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.

  • Þekking á þeim málaflokkum sem heyra til ráðuneytisins.

  • Góð kunnátta í Norðurlandamáli og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Fríðindi í starfi

Stytting vinnuvikunnar

Sveigjanlegur vinnutími

Íþróttastyrkur

Samgöngustyrkur

 

Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Síðumúli 24-26 24R, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar