
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Skólaliði óskast í Kóraskóla
Kóraskóli leitar eftir skólaliða í 80% starf. Starfið felur í sér létt þrif á húsnæði og aðstoð í eldhúsi.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ræsting á húsnæði í samráði við húsvörð
Aðstoð í mötuneyti og matsal
Önnur verkefni í samráði við húsvörð
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Reynsla af því að vinna með börnum
Stundvísi og áreiðanleiki
Íslensku kunnátta æskileg
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar bæjarins.
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfÞrif
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Stuðningsfulltrúi óskast í Álftanesskóla
Álftanesskóli

Stuðningur við börn með þroskafrávik
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi í frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Skapandi sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Sólhvörf
Sólhvörf

Stuðningsfulltrúi óskast
Helgafellsskóli

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Sumarstarf í Kópasteini
Sumarstörf - Kópavogsbær